Til baka

Starfshættir við lagagerð á Alþingi – ímyndir og raunmyndir.

Starfshættir við lagagerð á Alþingi – ímyndir og raunmyndir.

Málþing AkureyrarAkademíunnar, Háskólans á Akureyri og ReykjavíkurAkademíunnar

Tilefni málþingsins eru átök og atburðir við meðferð frumvarpa á síðastliðnu vorþingi, en sjónarhornið verður þó almennara og víðfeðmara, – eða framkvæmdin við lagagerðina sjálfa, sem bæði byggir á faglegum forsendum og stjórnmálabaráttu. Áhersla verður lögð á málsmeðferð frumvarpa, gæði lagasetningar og skipulag starfa. Fundarstjóri er Thomas Barry, forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri. Boðið verður upp á streymi frá málþinginu en ekki verður hægt að senda inn fyrirspurnir til framsögufólks í pallborðinu, sjá Zoom slóð í auglýsingu um málþingið í viðburðadagatali á vefsíðu Háskólans á Akureyri.

Dagskrá

14:00 Setning: Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis
14:10 Alþingi og lagagerð: Dr. Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við Háskólann á Akureyri og deildarforseti Lagadeildar
14:35 Fræðilegt og almennt yfirlit um störf Alþingis: Dr. Haukur Arnþórsson, sjálfstætt starfandi fræðimaður við ReykjavíkurAkademíuna
15:05 Starfshættir Alþingis frá sjónarhóli nýs þingmanns: Halla Hrund Logadóttir, alþingismaður
15:20 Fyrirspurnir og umræður: Framsögumenn sitja fyrir svörum
16:00 Málþingslok

Öll velkomin! 

 

Hvenær
föstudagur, nóvember 14
Klukkan
14:00-16:00
Hvar
Háskólinn á Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir