Til baka

Steinunn Jóhannesdóttir Hayes: „Ég vildi verða eitthvað mikið og vinna afrek“.

Steinunn Jóhannesdóttir Hayes: „Ég vildi verða eitthvað mikið og vinna afrek“.

Fyrirlestur Þorgerðar Önnu Björnsdóttur um Steinunni Jóhannesdóttur Hayes.

Steinunn Jóhannesdóttir Hayes (f. 1870) var íslensk kona sem fluttist ung til Vesturheims. Hún braust til mennta og varð fyrst íslenskra kvenna til að ljúka læknisprófi, árið 1901 frá Háskóla Suður-Kaliforníu. Starfsævinni varði hún í Kína, sem trúboðslæknir í 40 ár, á miklum umbyltingar- og átakatíma, og var um tíma fangi japanska hersins í Kína.

Lítið hefur verið fjallað um Steinunni á Íslandi en Þorgerður Anna Björnsdóttir sem fæst við rannsóknir á samskiptasögu Íslands og Kína hefur kortlagt sögu þessarar stórmerku konu.

Fyrirlesturinn er hluti af viðburðaröð AkureyrarAkademíunnar á þessu ári fyrir íbúa hjúkrunarheimilanna og aðra bæjarbúa. Norðurorka hf. styrkir viðburðinn. 

Öll hjartanlega velkomin!

Hvenær
föstudagur, apríl 26
Klukkan
13:30-15:00
Hvar
Lögmannshlíð Hjúkrunarheimili, Vestursíða, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir