Til baka

Stillingar - Hrafnkell Sigurðsson sýnir ný ljósmyndaverk.

Stillingar - Hrafnkell Sigurðsson sýnir ný ljósmyndaverk.

Einkasafnið í Eyjafjarðarsveit býður á opnun sýningar
Hrafnkells Sigurðssonar „STILLINGAR“
laugardaginn 11. júlí kl. 14.00 -17.00
Hrafnkell Sigurðsson ( 1963 ) fæddist í Reykjavík og lærði þar myndlist. Hann hélt til framhaldsnáms í Maastricht og flutti síðan til London árið 1993. Þarr lauk hann MFA-gráðu við Goldsmith‘s College árið 2002. Árið 2007 hlaut Hrafnkell hin virtu Íslensku sjónlistarverðlaun. Hrafnkell hefur nýtt sér ljósmyndun við gerð verka sinna en einnig má þar sjá notkun ýmissa annarra miðla á borð við myndbönd, skúlptúra og innsetningar. Mörg ljósmyndaverka Hrafnkels eru seríur sem fjalla um hversdagsleg málefni og hreyfa við skynjun áhorfandans með persónulegum tengingum. Tærar myndir hans fela í sér hefðir málaralistar og minna áhorfandann á hinn lagskipta raunveruleika bak við myndræna fleti.
Kveikjan að verkunum sem Hrafnkell sýnir í Einkasafninu varð til á staðnum og eru öll verkin unnin með efnivið úr nánasta umhverfi á tímabilinu 29.06. - 11.07.2020.
Sýningarstjóri er Aðalsteinn Þórsson
Einkasafnið
Einkasafnið er verkefni myndlistamannsins Aðalsteins Þórssonar. Í þessu verki gengur hann út frá því að afgangar neyslu sinnar séu menningar verðmæti. Á svipaðan hátt og litið er á hafðbundna sköpun, afganga hugans sem menningarverðmæti. Vorið 2017 byrjaði Aðalsteinn að byggja Miðstöð Einkasafnsins, heimili þess þar sem hægt er að sjá safnkostinn til frambúðar. Stefnt er að því að Miðstöð Einkasafnsins verði sjálfbær eining hvað varði orkuöflun og meðferð úrgangs. Leitast er við að Einkasafnið gefi eins heillega mynd af fyrirferð einstaklings í umhverfinu og nokkur kostur er og skoðar um leið áhrif þessarar fyrirferðar á umhverfið.
Sumarið 2020 er þrem listamönnum boðið að dvelja í Einkasafninu og sýna verk sín í lok þess tíma. Sýning Hrafnkels er önnur í þessari sýningarröð en áður sýndi Arna G. Valsdóttir. Aðalheiður Eysteinsdóttir lýkur sýningarröðinni í lok júlí.
Einkasafnið er 10 km. sunnan Akureyrar og stendur við syðri afleggjara þjóðvegs 822 Kristnesvegar.
Verkefnið er styrkt af Myndlistasjóði.
Vefsíða Aðalsteins: https://steini.art/
Hvenær
sunnudagur, júlí 12
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Einkasafnið, Eyjafjarðarsveit
Nánari upplýsingar

Viðburðurinn á Facebook