Til baka

Stina Missnasti Agustsdottir

Stina Missnasti Agustsdottir

Stina Missnasti Agustsdottir Tveggja tónleika túrinn - Græni Hatturinn og Jómfrú
Stina Missnasti Agustsdottir
Tveggja tónleika túrinn - Græni Hatturinn og Jómfrúin!
STÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR er ein fremsta jazz- og jazzpoppsöngkona landsins og hefur skapað sér nafn á senunni í Skandinavíu með sinni óviðjafnanlegu rödd. Hún hefur gefið út fjórar sólóplötur og fyrir þær þrjár síðustu hefur Stína fengið tilnefningu til íslensku tónlistarverðlaunanna. Hún vinnur reglulega með tónlistar”legends” eins og Morgan Ågren (Zappa) og Henrik Linder (Dirty Loops) en hefur farið víða í samstarfi og unnið með Bjarka Ómars (Bomarz, PBT, Júlí Heiðar ofl), Hilmari Jenssyni, Stórsveit Reykjavíkur ofl.
Stína hefur nú tekið upp fimmtu stúdíóplötu sína sem kemur út seinna á árinu og ber heitið Yours Unfaithfully. Hljómsveitin mun flytja nokkur lög af þeirri plötu ásamt vel völdum lögum af fyrri plötum ásamt popp- og jazzslögurum í skemmtilegum útgáfum.
Með Stínu á sviðinu verða eintómir snillingar, Mikael Máni gítarleikari, Magnús Jóhann píanóleikari, Henrik Linder bassaleikari og Magnús T. Elíassen trommuleikari. Búast má við mögnuðu stuði og hljóðfæraleik af dýrara taginu.
Hvenær
sunnudagur, júní 16
Klukkan
21:00-23:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4500