Til baka

Stöng-Þverá: Skíðaganga

Stöng-Þverá: Skíðaganga

Ferðafélag Akureyrar

Stöng-Þverá: Skíðaganga

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Ingvar Teitsson
Ekið austur á Mývatnsheiði að afleggjaranum í Stöng þar sem bílarnir eru skildir eftir. Rúta sækir hópinn svo að Þverá og flytur að bílunum. Gengið austan Másvatns, upp á Ljótsstaðahall og síðan norður mýrina. Á leiðinni eru rifjaðar upp slysfarasögur við Hallgrímslág og Skollhóla. Ferðin endar við bæinn Þverá í Laxárdal. Mikið útsýni er af Laxárdalsheiðinni.
Vegalengd 17 km. Gönguhækkun 60 m.
Verð: 9.500/11.000. Innifalið: Fararstjórn og rúta.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Hvenær
laugardagur, mars 25
Klukkan
08:00-16:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
9.500 kr. / 11.000 kr.