Til baka

Stóra bangsasögustundin

Stóra bangsasögustundin

Bella bókasafnsbangsi les bókina Vertu ekki hræddur við myrkrið bangsi litli. Bangsfjör í barnadeildinni: Bangsahappdrætti, getraunir, föndur og bangsamyndir.
Bella bókasafnsbangsi kemur og les bókina Vertu ekki hræddur við myrkrið bangsi litli!
 
Bangsi, íkorni og broddgöltur hafa verið að tína safarík ber allan daginn og nú er kominn tími til að fara heim. Þeir leggja af stað í gegnum skóginn en sólin er að setjast og bangsi er hræddur við myrkrið!
 
Bangsafjör í barnadeildinni: bangsahappdrætti, bangsagetraunir, föndur og bangsamyndir!
 
Krakkar - þið megið koma með BANGSA með ykkur!
 
Sögustundir eru á fimmtudögum klukkan 16:30 inni í barnadeild. Lesnar eru 1-2 bækur, síðan er börnum og foreldrum boðið að staldra við og lita, föndra eða skoða bækur.

 

Hvenær
fimmtudagur, október 28
Klukkan
16:30
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata 17, Akureyri