Velkomin á hápunkt Akureyrarvöku. Stórtónleika á Ráðhústorgi í ár fáum við frábæra listamenn á svið.
Norðlensku hljómsveitina Skandal, Skítamóral, Unu Torfa, Emmsjé Gauta og engan annan en Bubba Morthens og hljómsveit.
Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20.00 og gert er ráð fyrir að þeim ljúki um kl. 23.00.
Kynnir verður engin önnur en Ólafía Hrönn leikkona.
Verið velkomin öll sömul í sannkallaða afmælisveislu!
Dekkjahöllin er aðalstyrktaraðili tónleikana í ár.
Tónleikarnir eru unnir í samstarfi við HS kerfi.
Viðburðurinn er styrktur af Akureyrarvöku 2024.