Strákaklúbbur Félak ákvað að halda myndlistasýningu sem verður til sýnis í Menningarhúsinu Hofi. Sumir eru að mála sína fyrstu mynd og flestir hafa engan bakgrunn í myndlist. Þemað er ein tilraun, einn strigi og ein mynd á mann.
Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.
Sýningin er aðgengileg á opnunartíma Menningarhússins Hofs.