Til baka

Sturlungaslóðir í Skagafirði

Sturlungaslóðir í Skagafirði

Sögufrægir staðir: Örlygsstaðir, Víðimýri, Sögusetrið 1238 á Sauðárkróki, Hólar í Hjaltadal og Kakalaskáli.

Lagt af stað frá Akureyri kl. 08:00

Ekið vestur í Skagafjörð. Við Örlygsstaði tekur leiðsögumaðurinn á móti hópnum, kynnir staðhætti og fer yfir sögusviðið. Frá Örlygsstöðum liggur leiðin í Víðimýri, gamalt höfuðból þar sem meðal annars bjuggu höfðingjar af ætt Ásbirninga. Því næst verður farið á Sögusetrið 1238 á Sauðárkróki. Sýningin Baráttan um Ísland 1238 er gagnvirk og í gegnum sýndarveruleika geta gestir stigið inn í sögu Sturlungaaldar og tekið þátt í átakamestu atburðum Íslandssögunnar. Því næst verður farið heim að Hólum í Hjaltadal sem er eitt elsta menningar- og menntasetur landsins. Síðasti viðkomustaður dagsins er Kakalaskáli en þar er áhugaverð sögu- og listasýning sem túlkar átakatíma 13. aldar. Áætluð koma til Akureyrar er um kl. 18:00.

Innifalið í ferðinni auk fargjalds og leiðsagnar:

  • Aðgangur að Víðimýrarkirkju
  • Aðgangur að sýningunni Baráttan um Ísland 1238
  • Aðgangur að Kakalaskála
Hvenær
laugardagur, júní 25
Klukkan
08:00-18:00
Hvar
Oddeyrarbót 2
Verð
Frá kr. 17.900