Til baka

Súlur Vertical 2021

Súlur Vertical 2021

Fjallahlaupið Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016. boðið er upp á þrjár vegalengdir 18 km, 25 km og 55 km.
Fjallahlaupið Súlur Vertical var fyrst haldið árið 2016 að frumkvæði Þorbergs Inga Jónssonar ofurhlaupara. UFA Eyrarskokk tók síðan við keflinu árið 2017 og hefur haldið hlaupið síðan. Viðburðurinn hefur vaxið ár frá ári og núna, árið 2020, bætist við ný og enn meira krefjandi hlaupaleið.
Þetta er 55 kílómetra leið með 3.000 metra hækkun sem gefur 3 ITRA punkta. Hlaupið er upp á bæjarfjöllin Súlur og Hlíðarfjall og alla leið niður á Ráshústorgið þar sem hlaupararnir koma í mark með bros á vör.
Aðrar vegalengdir eru óbreyttar. Annars vegar 28 km hlaup þar sem hlaupið er upp á Súlur og hins vegar 18 km hlaup sem hentar öllum sem hafa áhuga á utanvegahlaupum jafnt byrjendum sem lengra komnum.
Hvenær
laugardagur, júlí 31
Klukkan
07:00-20:00
Hvar
Akureyri
Nánari upplýsingar