Til baka

Sumarnámskeið Braggaparksins

Sumarnámskeið Braggaparksins

Spennandi útinámskeið á hjólabretti með Eika Helga og félögum.

Í sumar verður boðið upp á glænýtt og spennandi 5 daga útinámskeið á hjólabretti fyrir 6 ára og eldri. Eiki Helgason og félagar þekkja hjólabrettasvæði Akureyrar býsna vel og ætla að kynna þátttakendum fyrir helstu svæðum bæjarins en líka földum perlum sem aðeins hörðustu brettakapparnir vita af.

Það er ýmislegt sem gott er að vita þegar maður rennir sér úti, eins og til dæmis mismunandi undirlag, kantsteinar, brekkur, hættur í umhverfinu og margt fleira.

Sumarnámskeiðið er tilvalið fyrir byrjendur sem lengra komna og skipt verður í hópa eftir getu. Gengið verður á milli staða og markmiðið að hafa gaman og njóta útiverunnar í góðra vina hópi. Uppskeruhátíð verður síðasta daginn í Braggaparkinu, grillaðar pylsur og foreldrum velkomið að mæta og sjá árangur námskeiðsins.

Nánari upplýsingar:
Námskeið fyrir: byrjendur sem lengra komna
Dagsetning: 6.-10. júní
Tímasetning: 9.00-12.00
Aldur: 6 ára og eldri
Staðsetning: Braggaparkið, Laufásgata 1
Þátttökugjald: 15.900 kr.
Skráning: braggaparkid.is
Annað: Nesti og hjálmaskylda

*Mælt er með því að þátttakendur komi með sitt eigið hjólabretti en möguleiki er á að fá lánsbretti. Taka skal fram í skráningu ef beðið er um lánsbretti. Takmarkað magn lánsbretta er í boði.

Eftir skráningu þarf að senda eftirfarandi upplýsingar á braggaparkid@gmail.com

- Greiðslukvittun
- Nafn þátttakanda
- Nafn og símanúmer hjá forráðamanni

Hvenær
6. - 10. júní
Klukkan
09:00-12:00
Hvar
Braggaparkið Skatepark, Laufásgata, Akureyri
Verð
15.900 kr. - skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Nánar um Braggaparkið HÉR