Til baka

Sumarnámskeið LLA - yngri deild, fyrra námskeið (8-12 ára)

Sumarnámskeið LLA - yngri deild, fyrra námskeið (8-12 ára)

Fjörugt leiklistarnámskeið með Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur.

Unnið verður með óhefðbundið leikhús og notast við aðferðir samsköpunnar auk þess sem náttúran mun spila stórt hlutverk. Þá mun einnig vera lögð áhersla á að bæta sjálfstraust og þor nemenda í gegnum leiklistaræfingar og -leiki.

Kennari er Kolbrún Lilja Guðnadóttir. Kennsla og sýning fer fram utandyra þegar/ef veður leyfir. Gefin verður nestispása í hádeginu og mælum við með að koma með hollt og gott nesti til að gæða sér á. Unnin verður stutt leiksýning úr þjóðsögum og dæmisögum sem sýnd verður utandyra (ef veður leyfir) við lok námskeiðs og sem hluti af dagskrá 17. júní.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 12.-16. júní
Tímasetning: Kl. 10.00- 14.00
Staðsetning: Menningarhúsið Hof
Skráning: www.sportabler.com
Aldur: Börn fædd 2011-2015
Hámark þátttakenda: 14
Gjald: 38.000 kr.
Annað: Fyrirspurnir má senda á lla@mak.is


Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2023.

Hvenær
12. - 16. júní
Klukkan
10:00-14:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
38.000 kr.