Til baka

Sumarsmiðjur 2024

Sumarsmiðjur 2024

Sumarsmiðjur 2024 eru opnar fyrir öll börn á aldrinum 7-12. ára.
Sumarsmiðjur 2024 eru fyrir börn á aldrinum 7-12. ára. Smiðjurnar eru opnar, ekki þarf að skrá sig fyrirfram.
 
Miðvikudaginn 12. júní ætlum við að byggja atriði úr okkar uppáhalds bók úr legokubbum. Mæting er klukkan 9. Krökkunum verður skipt niður í hópa, 3-4 saman í hóp. Hópurinn velur sér bók, skoðar hana og kemur sér saman um hvaða atriði úr bókinni þau ætla að byggja úr lego kubbum.
Spennandi að sjá hvaða bækur verða fyrir valinu og hvernig krökkunum gengur að byggja atriði úr bókinni úr lego kubbum.
 
Öll börn á aldrinum 7-12 ára velkomin!
 
Nánari upplýsingar veitir Eydís á eydisk@amtsbok.is
 
„Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.“
Hvenær
miðvikudagur, júní 12
Klukkan
09:00-11:00
Hvar
Amtsbókasafnið, Brekkugata, Akureyri