Til baka

Sumarsólstöðuhátíð í Grímsey

Sumarsólstöðuhátíð í Grímsey

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 21.-23. júní

Grímseyingar halda hátíð í tilefni af sumarsólstöðum dagana 21.-23. júní og bjóða gestum og gangandi að taka þátt í hátíðarhöldunum með sér. Gestum er boðið að taka þátt í alls kyns uppákomum og afþreyingu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Dagskráin fyrir árið 2024 er ekki tilbúin en sem viðmið má skoða dagskránna frá fyrri hátíð þar sem dagskráin breytist yfirleitt ekki mikið milli ára.

Dagskrá

Fimmtudagur 
Kl. 20.30 Tónleikar á Veitingastaðnum Kríunni

Föstudagur 
Kl. 15.00 Dorgveiðikeppni barna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum
Kl. 19.00 Tapaskvöld á Kríunni (borðapantanir s: 8982058)
Kl. 21.00 Kvöldsigling í kringum Grímsey
Kl. 22.30 Ganga á heimskautsbaug
Kl. 23.00 Tónleikar á baugnum

Laugardagur 
Kl. 11.30 Fjölskylduratleikur við Kríuna (börn undir 10 ára í fylgd með fullorðnum)
Kl. 14.00 Kakóserimonia við Bakkakarlinn
Kl. 18.00 Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins Baugs
Kl. 20.00 Barnaball í Múla
Kl. 21.00 Dansleikur í Múla

Sunnudagur 
Kl. 12.00 Ganga með leiðsögn frá bryggju
Kl. 20.00 Varðeldur og söngur á Borgartúni
* Þeir viðburðir sem haldnir eru utandyra eru háðir veðri

Afgreiðslutímar og þjónusta:
Verslun: Alla daga milli 15.00-16.00
Veitingastaðurinn Krían: Föstudag 12.00-23.00, Laugardag 12.00-17.00, Sunnudag 12.00-21.00
Pylsuvagninn: Föstudag og Laugardag 12.00-17.00, Sunnudag 12.00-21.00
Sundlaugin: Föstudag 18.00-19.30, Laugardag 13.00-16.00, Sunnudag 13.00-15.00
Gallleríið: Opið á meðan ferjan stoppar

Frítt er á alla viðburði nema Tapaskvöldið á Kríunni, Sjávarréttakvöld Kvenfélagsins og ballið.
Leiksvæði fyrir börnin alla daga.

Ferjan Sæfari siglir á milli Dalvíkur og Grímseyjar fimm daga vikunnar og Norlandair flýgur milli Akureyrar og Grímseyjar þriðjudaga og sunnudaga, síðan er aukavél í tilefni hátíðarinnar föstudaginn 18.júní.

Allar nánari upplýsingar má finna á www.grimsey.is

Hvenær
21. - 23. júní
Hvar
Grímsey