Til baka

Sumartónar í Hofi - FRESTAÐ

Sumartónar í Hofi - FRESTAÐ

Tónleikar með Bríeti í Menningarhúsinu Hofi. Eik Haraldsdóttir hitar upp.

 

Tónleikunum hefur verið frestað. Nánar auglýst síðar.

 

Söngkonurnar Bríet og Eik Haraldsdóttir munu stíga á svið Hamraborgar í Hofi á Sumartónum Ungmennaráðs Akureyrar og Menningarhússins Hofs.

Eik slær taktinn inní sumarið með því að hita upp tónelska gesti Hofs fyrir Bríeti, sem mun ásamt gítarleikara sínum Rubin Pollock spila sín uppáhalds lög í bland við eigið efni.

Bríet skaust upp á stjörnuhimininn snemma árs 2018 með laginu In Too Deep og vakti strax mikinn áhuga bæði hérlendis og erlendis. Síðan þá hefur hver smellurinn á fætur öðrum komið frá þessari framtíðarpoppstjörnu. Tónlist hefur alltaf verið hluti af lífi Bríetar en hún fór að spila á gítar 12 ára. Þegar hún var 15 ára gömul var hún farin að syngja „off venue“ á Iceland Airwaves og hefur í raun ekki stoppað síðan. Bríet segir að það sé fólk hafi alltaf mikil áhrif á hana sem tónlistarkonu.

Eik er 18 ára Akureyringur sem hefur sungið opinberlega frá 10 ára aldri. Hún er að klára framhaldspróf í rhytmískum söng og jafnframt stúdentspróf af tónlistarbraut frá Menntaskólanum á Akureyri. Hún var jólastjarna Björgvins árið 2013 og hefur meðal annars tekið þátt í uppsetningu Leikfélags Akureyrar á Vorið vaknar og Pílu pínu. Eik gaf út sína fyrstu plötu í janúar ásamt vini sínum.

Tónleikarnir Sumartónar setja punktinn yfir I-ið á Barnamenningarhátíðinni á Akureyri í ár

Frítt er inn á tónleikana en gestir eru hvattir til að mæta tímanlega, ekki síst þeir sem eru 16 ára og eldri því þá þarf að skrá inní salinn vegna sóttvarnareglna. Tónleikarnir hefjast kl 16 og eru í klukkustund.


Verkefnið nýtur stuðnings Akureyrarbæjar og er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
fimmtudagur, apríl 22
Klukkan
16:00-17:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar