Til baka

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - Duo Sandur - Lífið sækir fram

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - Duo Sandur - Lífið sækir fram

Duo Sandur kemur til okkar þann 21. júlí.

Það eru þau Gerður Bolladóttir, sópran & Einar Bjartur Egilsson, píanóleikari sem flytja okkur tónleikana Lífið sækir fram.
Gerður hefur verið mjög virk í kammertónlist í gegnum árin og stofnaði Tríó Ljóm stuttu eftir að hún kom heim úr námi árið 2000. Fyrir nokkrum árum byrjaði Gerður að fikta við tónsmíðar sem endaði með efnisskrá sem hún flutti í Listasafni Íslands árið 2017, og tónleikum í Pétursborg árið 2019.
Einar hefur samið tónlist fyrir nokkrar stuttmyndir t. d. þýsku myndina Windspiele og síðla árs 2015 gaf hann út sína fyrstu hljómplötu með eigin tónsmíðum sem nefnist Heimkoma.
Síðan árið 2016 hefur Einar starfað sem píanókennari og meðleikari við Tónlistarskóla Árnesinga en nú nýverið einnig við Tónskóla Sigursveins, Söngskólann í Reykjavík og Söngskóla Sigurðar Demetz.
Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af:
Menningarsjóði Akureyrar
Listasumar
Aðgangur er ókeypis er tekið er við frjálsum framlögum
Hvenær
sunnudagur, júlí 21
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Frítt