Til baka

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - White Raven

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - White Raven

Söngtríó og írskur fiðluleikari flytja þjóðleg írsk ástar- og sumarljóð
Keltnesk sumarljóð
White Raven ásamt Gerry O'Connor
 
Sumardagskrá söngtríósins White Raven færir hlustendur að ströndum Írlands og Skotlands, vötnum, ám og fjöllum. Hlý keltnesk sumarnóttin tvinnast við írsk þjóðlög um ástina, og vögguvísur á Írsku. Hér gefur að heyra nokkur þekktustu laga White Raven, svo sem "Oft in the stilly night" eftir írska tónskáldið Thomas Moor, og sungin ljóð Williams B. Yeats, þar á meðal "The Stolen Child", "White Birds" og "The song for Wandering Aenghus".
Gerry O'Connor leikur fegurstu fiðlustemmur og lög frá fæðingarstað sínum, Oriel í Louth-sýslu.
 
White Raven skipa:
Kathleen Dineen, sópran
Matthias Deger, tenór
Matthias Spoerry, baritón
Gerry O'Connor, írsk fiðla
 
Sóknarnefnd Akureyrarkirkju, Menningarsjóður Akureyrarbæjar, Héraðssjóður Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmis og Mennigarsjóður KEA styrkja Sumartónleika í Akureyrarkirkju.
 

Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2025
Hvenær
sunnudagur, júní 29
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Ókeypis aðgangur og tekið á móti frjálsum framlögum - öll velkomin!