Til baka

SUP Kvöldsólarróður með Venture North

SUP Kvöldsólarróður með Venture North

Langar þig að læra að róa á SUP bretti og fara í leiðinni í hrikalega góðann róðrartúr um fjörðinn í kvöldsólinni?
SUP Kvöldróðrarferðirnar eru tilvaldar fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt og fá bæði góða hreyfingu og frábæra skemmtun í för með Siggu SUP Kennara frá ASI.
SUP brettin bjóða upp á möguleikan á að sitja, krjúpa eða standa og förum við vel yfir undirstöðuatriðin á brettunum áður en við leggjum í leiðangur.
Allur búnaður er innifalinn, SUP bretti, ár, þurrgalli og blautskór ásamt leiðsögn. 14 ára aldurstakmark - Hámarksfjöldi 10 manns.
Það eina sem þú þarft að gera er að mæta í þægilegum fatnaði innan undir þurrgallana og mælt er með að taka auka föt/lítið handklæði meðferðis.
Kynningarverð á mann fyrir 2,5 klst ferð með öllu inniföldu er 8.000 kr - 15.000 fyrir tvo.
(Ath að það er ekki posi á staðnum svo það má leggja inn á Venture North Ehf. eða mæta með pening)
Skráning og nánari upplýsingar í PM eða á netfangi info@venturenorth.is
Sigríður Ýr leiðir ferðirnar en hún hefur áralanga reynslu af ævintýraleiðsögn og er sú eina á norðurlandi sem er með kennsluréttindi á SUP brettoifrá ASI -Academy of Surfing Instructors.
Hvenær
þriðjudagur, júlí 21
Klukkan
20:30-23:00
Hvar
Venture North ehf.