Svavar Knútur söngvaskáld býður til einstakra tónleika í LYST í Lystigarðinum á Akureyri fimmtudagskvöldið 21. ágúst næstkomandi, en þá bregður sér á svið með honum strengjatríó og munu þau flytja saman nokkur af lögum Svavars Knúts sem hafa verið útsett fyrir strengi. Fyrir alla sem langar að heyra lög Svavars Knúts í blómlegri útsetningum er þetta kjörið tækifæri til að eiga skemmtilegt fimmtudagskvöld og fagna síðsumrinu í góðum félagsskap.
Miðaverð er 6.000 kr. en ókeypis er fyrir börn í fylgd með foreldrum eða afa/ömmu.