Til baka

Where Ends Meet

Where Ends Meet

Gestalistamaður Gilfélagsins í júní. Mihaela Hudrea, sýnir afrakstur dvalar sinnar í gestavinnustofu félagsins.

Gestalistamaður Gilfélagsins í júní. Mihaela Hudrea (f.1989, Cluj-Napoca, Rúmeníu) er með MA frá KASK – Royal Academy of Fine Arts, Gent, Belgíu og BA frá Hönnunar og listaháskólanum Cluj-Napoca í Rúmeníu. Í verkum sínum rannsakar Mihaela Hudrea umheiminn á meðan hún varpar fram grundvallarspurningum um veruleikann, tilveruna og skynjun. Innblásin af þeim hugtökum sem eru könnuð í heimspeki og vísindum er nálgun hennar með málun, teikningu og innsetningum. Sem listamaður veltir hún fyrir sér tengslum okkar við jörðina og alheiminn í ljósi samtíma menningar og í sögulegu samhengi. Samband milli okkar, okkar og tímans. Með því að ráða í kerfi sjónar og skynjunar gefur hún verkunum hlutverk, þau verða rými þar sem við getum tengst alheiminum. Mihaela mun útvíkka þessa nálgun og gera ný verk í samhengi dvalarinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins.

Sýningin er opin laugardag og sunnudag frá 14 - 17. 

Tilgangur Gestavinnustofu er:

  1. Að gefa listamönnum tækifæri á að helga sig list sinni með því að leggja þeim til húsnæði í 1 – 2 mánuði.
  2. Að Akureyringar fái tækifæri til að kynnast utanaðkomandi listamönnum.
  3. Að efla alþjóðleg samskipti á sviði lista.

Viðburðurinn er hluti af Listasumri.

Hvenær
25. - 26. júní
Klukkan
14:00-17:00
Hvar
Deiglan Gilfélagið, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Nánar um Gilfélagið HÉR