Til baka

Sýning: Úti er ævintýri

Sýning: Úti er ævintýri

Ýmsar skemmtilegar og kunnulegar fígúrur prýða sýningarrými Amtsbókasafnsins.
Í apríl munu ýmsar skemmtilegar og kunnulegar fígúrur prýða sýningarrými Amtsbókasafnsins. Um er að ræða sögupersónur sem voru smíðaðar af krökkum á sumarlestrarnámskeiði Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins sem haldið var síðasta sumar. Seinna verða sögupersónurnar hluti af ratleik í Kjarnaskógi.
 
Það má alveg snerta fígúrurnar en gott er að fara varlega þar sem þær eru svolítið valtar.
 
Verið velkomin!
 
Styrktaraðilar námskeiðsins voru:
Barnamenningarsjóður Íslands, Bykó, Samherji og Slippfélagið
 
Þess má geta að í sumar stefnum við á að halda annað sumarlestrarnámskeið þar sem fleiri sögupersónur verða smíðaðar. Frekari upplýsingar um skráningu og fleira verða birtar síðar. 
 

Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð.
Hvenær
20. apríl - 31. maí
Klukkan
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Opnunartími Amtsbókasafnsins HÉR