Til baka

Sýning: Úti er ævintýri

Sýning: Úti er ævintýri

Ýmsar skemmtilegar og kunnulegar fígúrur prýða sýningarrými Amtsbókasafnsins.
Frá miðjum apríl munu ýmsar skemmtilegar og kunnulegar fígúrur prýða sýningarrými Amtsbókasafnsins. Um er að ræða sögupersónur sem voru smíðaðar af krökkum á sumarlestrarnámskeiði Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins sem haldið var síðasta sumar. Seinna verða sögupersónurnar hluti af ratleik í Kjarnaskógi.
 
Það má alveg snerta fígúrurnar en gott er að fara varlega þar sem þær eru svolítið valtar.
 
Verið velkomin!
 
Styrktaraðilar námskeiðsins voru:
Barnamenningarsjóður Íslands, Bykó, Samherji og Slippfélagið
 
Þess má geta að í sumar stefnum við á að halda annað sumarlestrarnámskeið þar sem fleiri sögupersónur verða smíðaðar. Frekari upplýsingar um skráningu og fleira verða birtar síðar. 
 

Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð.
Hvenær
20. apríl - 31. maí
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir
Nánari upplýsingar

Opnunartími Amtsbókasafnsins HÉR