Til baka

Tálgað í greinar

Tálgað í greinar

Tálgað í birkigreinar með Ólafi Sveinssyni

SKRÁNING/REGISTRATION Á FLORA.AKUREYRI@GMAIL.COM
WOOD CARVING WITH ÓLAFUR SVEINSSON - MINI ART COURSE
Unnið er frjálst að tálgun með hnífi í birkigreinar undir handleiðslu Ólafs Sveinssonar myndlistamanns.
Hámarksfjöldi eru 14 manns og er smiðjan hugsuð fyrir 16 ára og eldri til þess að kynnast tálgun alveg frá upphafi en líka fyrir reyndari sem vilja ná sér í nýja innspýtingu. Um leið er smiðjan hugguleg og skemmtileg stund í Suðurherbergi Sigurhæða, þar sem reynir Guðrúnar og Matthíasar vex útivið í allri sinni haustlitadýrð.
Smiðjan er 2 klst og kostar 6.000 og er te, kaffi og smáræði með innifalið, ásamt efni og áhöldum. Það er líka mjög gott að koma með eigin tálgunarhníf, ef þú átt. 

Hvenær
fimmtudagur, september 18
Klukkan
17:00-19:00
Hvar
Flóra - Eyrarlandsvegur 3, Akureyri, Ísland
Verð
6000