Til baka

Teiknað með nál og þræði

Teiknað með nál og þræði

Listsmiðja fyrir 6-10 ára í umsjón Guðrúnar Höddu Bjarnadóttur.

Þátttakendur tjá sig frjálst með nál og þræði og skoða hvernig hægt er að færa teikningu yfir á efni til að sauma eftir.

Fjöldi takmarkast við 14. Skráning í netfangið heida@listak.is

Guðrún Hadda Bjarnadóttir (f. 1949) lauk námi frá málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri 1991 og tók kennarapróf frá Listaháskóla Íslands 2007. Hún nam við listadeild Lýðháskólans í Eskilstuna í Svíþjóð 1987 og lærði þar vefnað 1981-1983. Áður hafði hún útskrifast sem þroskaþjálfi og unnið við það starf um árabil. Hadda hefur sett upp fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum, haldið námskeið og kennt víða, aðallega handmennt en einnig myndlist. Þá hefur hún tekið að sér sýningastjórn og haldið fyrirlestra. Hadda rak gallerí ásamt öðrum í Svíþjóð 1984-1987, síðar í Grófinni, opinni vinnustofu og listhúsi í Listagilinu á Akureyri 1992-1995 og einnig Samlagi listhúsi í Listagilinu 1997-2005. Nú rekur hún eigið gallerí og vinnustofu, Dyngjan-listhús, að heimili sínu að Fífilbrekku í Eyjafjarðarsveit.

 


Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð.

Hvenær
sunnudagur, apríl 18
Klukkan
15:00-16:00
Hvar
Listasafnið á Akureyri / Akureyri Art Museum, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald en skráning nauðsynleg