Til baka

Teiknileikni með Rán Flygenring

Teiknileikni með Rán Flygenring

Blýantaleikfimi fyrir alla fjölskylduna, unga og aldna, listaspírur og möppudýr.
Teiknileikni með Rán Flygenring
Blýantaleikfimi fyrir alla fjölskylduna, unga og aldna, listaspírur og möppudýr.
Fjölbreyttar teikniáskoranir fyrir huga og hönd, en aðallega ímyndunaraflið!
 
Aldur: 9-16 ára
 
Rán Flygenring starfar sem teiknari, listamaður og barnabókahöfundur í Reykjavík. Hún hefur teiknað á risastóra veggi og á pínulítil frímerki, myndlýst brúðkaupum og ráðstefnum og teiknað ótal bækur. Meðal þeirra má nefna Vigdísi – bókina um fyrsta konuforsetann og FUGLA & HESTA sem hún gerði ásamt Hjörleifi Hjartarsyni. Rán teiknaði líka allar myndirnar í bækurnar um Brjálínu Hansen sem og í allar fótboltabækurnar og Stellubækurnar hans Gunna Helgasonar auk bernskubrekaseríu Ævars Vísindamanns. Rán finnst líka gaman að lesa, borða súkkulaði, fara á hestbak og ferðast.
 
Viðburðurinn er styrktur af Uppbyggingasjóði.
 
 
 

Verkefnið er hluti af Barnamenningarhátíð.
Hvenær
fimmtudagur, apríl 22
Klukkan
11:00-12:00
Hvar
Menningarhúsið Hof, Strandgata, Akureyri
Verð
Ekkert þátttökugjald