Til baka

Teiknimyndasögur 101

Teiknimyndasögur 101

Tveggja daga teiknimyndasögunámskeið með Astrid Maríu, sumarlistamanni Akureyrar 2020

Ekkert stendur í vegi teiknimyndasöguhöfunda nema takmark þeirra eigin ímyndunarafls!
Astrid María Stefánsdóttir, sumarlistamaður Akureyrar 2020, kennir tveggja daga teiknimyndasögunámskeið, sem verður blanda af fróðleik og æfingum fyrir alla sem hafa gaman af því að teikna og segja frá með myndum og máli.
Þátttakendur eru hvattir til að koma með sitt eigið uppáhalds efni ef þeir vilja, svosem skissubækur, penna eða liti, en grunn efnin verða einnig til á staðnum.
Astrid er með reynslu í bæði klassískri teikningu og teiknimyndasögum og leggur hún stund á nám í teiknimyndasögum (Graphic storytelling) við The Animation Workshop í Danmörku.

Námskeiðið verður báða daga frá 19-22 og ætlað aldrinum 14-65+

Viðburðurinn hlaut styrk frá Listasumri.

Sjá viðburð á Facebook HÉR

Hvenær
16. - 17. júlí
Klukkan
19:00-22:00
Hvar
Félagsheimilið Lón
Nánari upplýsingar

Þátttökugjald: 6.000 kr.

Hámarksfjöldi: 12

Skráning: flotturfroskur@gmail.com