Til baka

Textavarpið XVI - Diana Sus // Raw - Tónleikar

Textavarpið XVI - Diana Sus // Raw - Tónleikar

Tónleikar með Diana Sus og Raw í Kaktus, Akureyri!

Kaktus og Dreamboy Syndicate kynna:

 

Gott fólk!

Tónleikar í Kaktus, Akureyri 18. okt 2025 kl 20:00!

Ókeypis!

 

Fram koma:

Diana Sus

Raw

 

DIANA SUS---------------------------------------

Díana Sus er þverfagleg listakona frá Lettlandi, sem útskrifaðist úr Skapandi tónlistardeild frá Tónlistarskóla Akureyrar árið 2020, og heldur síðan áfram með tónlist og aðrar listgreinar á Akureyri.

. Hún er einnig þekkt fyrir indie-pop kvennabandið sitt "Sus Dungo" , sem fekk verðlaun fyrir bestu frumraunaplötuna (2011). Hún lýsir tónlist sinni sem samblandi af indie, kvikmyndatónlist og frelsi, og oft blandar saman tónlist, ljóð og leiklist.

 

RAW----------------------------------------------

Eina helgi í Maí kynntust fjórar mismunandi sálir í rokkbúðum Læti. Takmarkið: að semja eitt lag fyrir eina tónleika en útkoman varð að hljómsveitinni Raw. Engin ákveðin tónlistarstefna var tekin en hljómsveitarmeðlimir vilja frekar vinna í flæði og af forvitni heldur en að fyrirfram ákveðinni hugmynd.

 

----------------------------------------------------------------

Kaktus er styrkur af KEA, Akureyrarbæ og SSNE

 

Textavarpið er styrkt af Dreamboy Syndicate og Akureyrarbæ

 

Dreamboy Syndicate er styrkt af Minningarsjóði Svavars Péturs Eysteinssonar

See less

Hvenær
laugardagur, október 18
Klukkan
20:00-22:00
Hvar
Kaupvangsstræti 8