Til baka

ÞAU taka Norðurland - tónleikar á LYST

ÞAU taka Norðurland - tónleikar á LYST

Glæsilegir tónleikar með frumsömdum lögum við ljóð eftir skáld frá Norðurlandi.

Hljómsveitin ÞAU fagnar sumrinu með veglegum tónleikum á LYST í Lystigarðinum á Akureyri 8. júlí kl. 20:30. ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir, söng- og leikkona, og Garðar Borgþórsson, gítar- og slagverksleikari. ÞAU munu flytja glæný lög af væntanlegri plötu sveitarinnar, ÞAU taka Norðurland, þar sem ljóð skálda frá Norðurlandi lifna við. Orðsnilld Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi, Huldu, Ólafar frá Hlöðum, Önnu Ágústsdóttur og fleiri skálda öðlast nýtt líf í vönduðum tónlistarflutningi með rokk, popp, jazz og blús ívafi.

Tónleikarnir eru framhald af tónleikaröðinni ÞAU taka Vestfirði sem hlaut frábærar undirtektir sumarið 2021 og 2022. Platan ÞAU taka Vestfirði kom út í mars á síðasta ári og inniheldur frumsamin lög við ljóð vestfirskra skálda.

Bókaðu miða á tix.is - https://tix.is/is/event/15390/-au-taka-nor-urland-tonleikaro-/
og BORGAÐU ÞAÐ SEM ÞÚ VILT.
Hvernig? Þegar gengið er frá miðapöntun er hægt að leggja inn frjálst framlag.
Einnig verður hægt að fá miða við hurð og borga á staðnum meðan húsrúm leyfir.

ÞAU hlakka til að sjá þig!

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 8. júlí
Tímasetning: kl. 20.30
Staðsetning: LYST í Lystigarðinum
Aðgangseyrir: Borgaðu það sem þú vilt. Frjáls framlög á tix eða á staðnum.

___________

ÞAU á samfélagsmiðlum
Spotify: https://open.spotify.com/album/23fjmdlIf8JzqgxXZ5UqMg...
Homepage: https://www.thaucompany.com/
Facebook: https://www.facebook.com/thaucompany
Instagram: https://www.instagram.com/thau.company/
YouTube: https://www.youtube.com/.../UC15XrLKT6C23QAxcO7.../featured
__________


Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2023.

Hvenær
laugardagur, júlí 8
Klukkan
20:30-22:30
Hvar
LYST, Akureyri
Verð
Borgaðu það sem þú vilt. Frjáls framlög á tix eða á staðnum.