Til baka

Þaulinn 2025

Þaulinn 2025

Lokahóf gönguleiksins Þaulans frá Ferðafélagi Akureyrar
Gönguleiknum Þaulanum hjá Ferðafélagi Akureyrar lýkur 20. september.
Mánudaginn 29. september verður dregið úr réttum lausnum í kaffiteríunni á Amtsbókasafninu og hefst
viðburðinn kl. 17.
Öll börn sem tóku þátt í leiknum fá viðurkenningarskjal og þau sem luku leiknum eiga von um vinning ef
þeirra nöfn verða dregin út.
Fullorðnir sem skiluðuð inn þátttökublöðum eiga einnig von á vinningi ef þeirra nöfn verða dregin út.
Gaman væri að sjá sem flesta við þetta tækifæri, bæði fullorðna og börn. Boðið verður upp á kaffi og djús.
Ferðanefnd FFA og barna- og fjölskyldunefnd FFA
Við hvetjum ykkur til að mæta með umhverfisvænum hætti á viðburðinn. Frítt er í strætó og allir strætisvagnar stoppa í miðbænum í 300 metra fjarlægð frá safninu.
Hvenær
mánudagur, september 29
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, kaffitería
Verð
Ekkert þátttökugjald