Til baka

The Little Match Girl Passion

The Little Match Girl Passion

Spennandi tónleikar í Akureyrarkirkju.

David Lang er eitt mest flutta núlifandi tónskáld Bandaríkjanna en á tónleikum í Akureyrarkirkju verður verk hans, Little Match Girl Passion á dagskrá sem og sálmar eftir Hildigunni Rúnardóttur.

Flytjendur eru:

Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
Guja Sandholt, mezzó
Eyjólfur Eyjólfsson, tenór
Oddur Arnþór Jónsson, baritón

Aðstandendur Óperudaga stóðu fyrir íslenskum frumflutningi á verki Langs á Ljóðadögum Óperudaga árið 2019 en þá var tónskáldið sjálft viðstatt tónleikana. Nú, tveimur árum síðar, viljum við gjarnan leyfa því að hljóma hér á ný en auk þess að flytja það í Reykjavík, verðum við með nokkra tónleika á landsbyggðinni.

David Lang hlaut Pulitzer-verðlaunin árið 2008 fyrir verkið Little Match Girl Passion en efniviðinn sótti hann í söguna um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir H.C.Andersen sem og Mattheusarpassíu J.S.Bach.

Um verkið hefur David Lang skrifað sjálfur:

„Ég vildi segja sögu - þessa sérstöku sögu um Litlu stúlkuna með eldspýturnar eftir danska rithöfundinn Hans Christian Andersen. Upprunalega sagan er að því er virðist fyrir börn og í henni birtist átakanlegur samtvinningur af hættu og siðferði sem finna má í mörgum barnasögum. Ung stúlka sem verður fyrir barsmíðum frá föður sínum og reynir án árangurs að selja eldspýtur á götunni. Enginn virðir hana viðlits og hún frýs til dauða. Í gegnum þrautirnar þó ávallt skín kristilegur hreinleiki stúlkunnar í gegn en saga hennar er ekki falleg.

Það sem dró að verkinu er það að styrkur þess liggur ekki í söguþræðinum sjálfum heldur þeirri staðreynd að í öllum þáttum - hörmunginni og fegurðinni - skiptast andstæður stöðugt á. Napurleg staða stúlkunnar er lituð af ljúfum minningum frá fortíðinni og í fátækt hennar finnst líka gnægð vonar. Á milli þjáningarinnar og vonarinnar er einhvers konar barnslegt jafnvægi. Verkið mitt heitir Passía litlu stúlkunnar með eldspýtunnar en þar er saga H.C.Andersen sett fram á svipaðan hátt og Mattheusarpassía J.S.Bach [...]. Textinn er eftir mig sjálfan en fyrirmyndirnar eru textar eftir H.C. Andersen, H.P Paulli (sem þýddi söguna fyrst á ensku árið 1872), Piander, textahöfund Mattheusarpassíu Bachs sem og Mattheusarguðspjallið. Orðið passía á rætur sínar að rekja til latneska orðsins yfir þjáningu. Það er enginn Bach í verkinu mínu og enginn Jesús - þjáningu litlu stúlkunnar hefur verið skipt út fyrir þjáningu Jesú og þannig lyft upp (að ég vona) á hærra plan“.

 

Hvenær
miðvikudagur, nóvember 10
Klukkan
20:00-21:30
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
3500 kr. / 3990 kr.