Vintage Caravan er ein öflugasta tónleikahljómsveit landsins og spilar yfirleitt allt að 100 tónleika á ári erlendis.
Hljómsveitin er nýkomin aftur til landsins úr tónleikaferð um Suður-Ameríku og hafa lokið tónleikum í Eldborg með Magga Kjartani þegar þau mæta norður til okkar.
Hljómsveitin gaf nýverið út sína fimmtu breiðskífu sem fékk frábæarar viðtökur og lenti meðal annars á vinsældarlistum í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Sviss.
Strákarnir eru þekktir fyrir góða tónleika og fengu viðurkenningu frá RÚV í byrjun árs 2023 fyrir framúrskarandi tónleikahald.
Eftir þessa tónleika leggja þeir af stað í mánaðar Evróputónleikaferð, þannig að þú mátt ekki missa af þessum tónleikum!