Til baka

The Visitors: Uppsetning, tilgangur og tilurð

The Visitors: Uppsetning, tilgangur og tilurð

Samtal um vinsælustu sýningu Listasafnsins á Akureyri.

The Visitors: Uppsetning, tilgangur og tilurð. Hlynur Hallsson, safnstjóri, og Haraldur Ingi Haraldsson, verkefnastjóri og myndlistarmaður, eiga samtal um velgengni verksins, uppsetningu, tilgang þess og tilurð.

The Visitors – óður vináttu við tónfall rómantískrar örvæntingar. Hópur vina og tónlistarmanna safnast saman í kjörlendi bóhemíunnar, í ljósaskiptunum, á hinum stórbrotna og hnignandi Rokeby Farm í Upstate New York. Staðurinn verður vettvangur þess sem Ragnar kallar feminískt, níhilískt gospel lag: marglaga portrett af vinum listamannsins, könnun á möguleikum tónlistar í kvikmyndaforminu og dregur titil sinn af síðustu plötu ABBA, The Visitors, sem mörkuð var aðskilnaði og ósigri. Lagið er samið við textabrot úr myndbandsverkum og gjörningum Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur.

The Guardian valdi The Visitors besta listaverk 21. aldarinnar eftir að það var fyrst sett upp í Migrossafninu í Zürich 2012. Verkið hefur farið sigurför um helstu listasöfn heims og hefur einungis einu sinni áður verið sýnt á Íslandi, í Kling og Bang 2012.

Ragnar Kjartansson (f. 1976) nam við Listaháskóla Íslands, Konunglegu Akademíuna í Stokkhólmi og Hússtjórnarskólann í Reykjavík. Einkasýningar hans hafa verið haldnar í mörgum af virtustu listasöfnum heims og hann var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum 2009.

Tónlistarfólk: Davíð Þór Jónsson, Gyða Valtýsdóttir, Kristín Anna Valtýsdóttir, Ólafur Jónsson, Þorvaldur Gröndal, Shahzad Ismaili, Ragnar Kjartansson og Kjartan Sveinsson.

Sýningarstjóri: Hlynur Hallsson.

Nánari upplýsingar:
Dagsetning: 26. ágúst
Tímasetning: kl. 20.45 - 21.15
Staðsetning: Listasafnið á Akureyri, við sal 01
Aðgangseyrir: Enginn aðgangseyrir


Viðburðurinn er hluti af Akureyrarvöku 2023.

Hvenær
laugardagur, ágúst 26
Klukkan
20:45-21:15
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir