Til baka

Þegar nóttin er á enda kemur dagur

Þegar nóttin er á enda kemur dagur

Samsýning listamanna

FYRSTA SÝNINGIN 2020. ENGIN FORMLEG OPNUN. 30.05 – 19.07 2020
Þegar nóttin er á enda kemur dagur / After the End of the Night Comes the Day
opið 14-17 nema mánudaga og eftir samkomulagi

Listamenn og verk:

Maya Schweizer - Insolite, Jean-Jacques Martinod La bala de Sandoval, Beatriz Santiago Muñoz - La Cueva Negra, Þorbjörg Jónsdóttir - Time Like Water, Gústav Geir Bollason/Clémentine Roy - Carcasse, Mark W. Preston - The Distinction between the Past and the Future, Lorena Zilleruelo - La Traversée Sýningarstjórar/Curators: Þorbjörg Jónsdóttir, Gústav Geir Bollason TEXTI/TEXT: Pascale Cassagnau

Samkvæmt Werner Herzog á kvikmyndalistin að stefna að „uppljómun“, einkum með dáleiðslu, og það ítrekar hann í Minnesóta-manifestóinu (Minnesota Declaration: Truth and Fact in Documentary Cinema, Lessons of Darkness, 1999). Sannleikurinn, segir Herzog, er smíði, ferli, sem styðst við ofskynjanir, töfra og drauma. Hugmynd hans um „mannfræðilega kvikmyndagerð“ miðar að opinni nálgun á mannfræði raunveruleikans með því að afnema mörk á milli hlutlægni, sjálfsmyndar, natúralisma, skynsemi, skáldskapar og heimildamyndar. Í augum Werners Herzog er kvikmyndalistin einmitt þetta sjóntæki 20. aldarinnar, raunsæisfantasía, fljótandi heimur þar sem tíminn flæðir. Herzog hefur mótað eins konar fagurfræði þar sem kvikmyndalistin fær það allegoríska hlutverk að róa á hin djúpu mið sannleikans með „sköpun, stílfærslu og notkun ímyndunaraflsins“. Þessi fagurfræði á einnig við um þær kvikmyndir sem sýndar eru á Þegar nóttin er á enda kemur dagur. Hreyfing þeirra myndar ferla, slóðir, flóttaleiðir sem gufa upp, brot hverfullar uppljómunar 

Hvenær
laugardagur, maí 30
Hvar
Verksmidjan Hjalteyri
Nánari upplýsingar

Verksmiðjan á Hjalteyri, 30.05 – 19.07 2020 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig: https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri/
Opið þri-sun 14:00-17:00.