Til baka

Þeistareykjabunga-Þeistareykir: Skíðaganga

Þeistareykjabunga-Þeistareykir: Skíðaganga

Ferðafélag Akureyrar

Þeistareykjabunga-Þeistareykir: Skíðaganga

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Sigurgeir Sigurðsson.
Ekið að svæðinu við Þeistareykjaskálann þar sem gangan hefst. Þeistareykjabunga er ein stærsta dyngja landsins en upptök hennar eru í Stóra-Víti. Gengið verður upp í Bóndhólsskarð, að Litla-Víti sem er mjög sérstakt og áfram að Stóra-Víti. Síðan er gengið á hæsta punkt Þeistareykjabungu, þaðan sem víðáttumikil hraun hafa runnið og víðsýnt er um svæðið.
Vegalengd alls 15 km. Gönguhækkun 200 m.
Verð: 3.000/4.500. Innifalið: Fararstjórn.

Áætlaður tími ferða er aðeins viðmið og fer eftir hópnum og aðstæðum hverju sinni.

Hvenær
laugardagur, apríl 15
Klukkan
08:00-16:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
3.000 kr./4.500 kr.