Til baka

Þjóðhátíðardagurinn (17. júní)

Þjóðhátíðardagurinn (17. júní)

Mikið er um dýrðir í bænum og hefst hátíðardagskrá yfirleitt í Lystigarðinum.

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní skipar háan sess í hugum Akureyringa sem og allra landsmanna. Mikið er um dýrðir í bænum og hefst hátíðardagskrá yfirleitt í Lystigarðinum. Þaðan er farið í skrúðgöngu niður í miðbæ þar sem boðið er upp á fjölskylduskemmtun um daginn og svo aftur um kvöldið og fram að miðnætti. Dagskrá lýkur með marseringu nýstúdenta Menntaskólans á Akureyri á torginu um miðnætti. Skátafélagið Klakkur hefur séð um skipulag hátíðarhaldanna á Ráðhústorgi síðan 2008.

Hægt verður að skoða dagskrá dagsins þegar nær dregur en þangað til má skoða hvernig dagskránni var háttað á síðasta þjóðhátíðardegi hér.

Hvenær
föstudagur, júní 17
Klukkan
Hvar
Lystigarður Akureyrar, Eyrarlandsvegur, Akureyri