Þjóðsögur 21. aldar - sýning
Afrakstur ritlistasmiðju barna með Markúsi Má Efraím.
Skemmtileg sýning á verkum þátttakenda ritlistasmiðju sem haldin var 3.-5. apríl. Í smiðjunni fengu þátttakendur kennslu í uppbyggingu smásagna, og þá sérstaklega draugasagna. Sögusviðið er nærumhverfið unnið út frá polaroid myndum þátttakenda.
Leiðbeinandi var Markús Már Efraím. Hann hefur margra ára reynslu af því að kenna vinsælar ritsmiðjur um allt land og erlendis. Hann hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir barnamenningarverkefni sín og útgáfu.
Verkefnið er styrkt af Barnamenningarsjóði Akureyrarbæjar.