Til baka

Þorraferð í Fjallaborg á Mývatnsöræfum

Þorraferð í Fjallaborg á Mývatnsöræfum

Ferðafélag Akureyrar

15.-16. febrúar. Þorraferð í Fjallaborg á Mývatnsöræfum skidiskidi 

Brottför kl. 10 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjóri: Ingvar Teitsson. 
Verð: 12.000/8.000. Innifalið: Fararstjórn og gisting.
Ekið austur fyrir Námaskarð og gengið suður frá hringveginum, um 9 km veg í skálann Fjallaborg, sunnan undir Stórurauðku. Þar verður snæddur þjóðlegur þorramatur í friðsæld öræfanna. Haldið heim á leið næsta dag. Gönguhækkun lítil.

Hvenær
15. - 16. febrúar
Klukkan
10:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Nánari upplýsingar