Til baka

Þorvaldsdalsskokkið

Þorvaldsdalsskokkið

Í byrjun júlí fer fram óbyggðahlaup eftir endilöngum Þorvaldsdal í Eyjafirði. Skokk þetta var fyrst haldið árið 1994 og hefur farið fram árlega síðan. Þátttakendur hafa verið á milli 20 og 50. Þorvaldsdalur er opinn í báða enda, opnast  suður í Hörgárdal og norður á Árskógsströnd. Skokkið hefst við Fornhaga í Hörgárdal (þjóðvegur 815), en Fornhagi er 90 m yfir sjávarmáli, og endamarkið er við Árskógsskóla, sem er um 60 m yfir sjávarmáli. Vegalengdin er um 25 kílómetrar. Allbratt er fyrsta spölinn upp frá Fornhaga og dalbotninn nær 500 m hæð eftir um 5 km, í svonefndri Kytru, en úr því hallar undan með þeim frávikum sem landslagið býður upp á. Skokkarar fylgja sennilega helst fjárgötum, en mega fara hvaða leið sem þeim sýnist þægilegust. Leiðin er ómerkt. Farið er um móa, mýrlendi og norðlenskt hraun (framhlaup). Menn mega búast við því að blotna í fætur við að fara yfir mýrar og læki.

Hvenær
laugardagur, júlí 4
Hvar
Thorvaldsdalur
Nánari upplýsingar

Frekari upplýsingar með tölvupósti gefur hlaupsstjóri (thorvaldsdalsskokk@umse.is) eða skrifstofa UMSE.