Myndlistarsýningin 10 hendur í Deiglunni
Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á samlistasýningu þar sem fimm listakonur sameina krafta sína og sýna fjölbreytt verk úr ólíkum miðlum – þar á meðal málaralist, ljósmyndun og fleira.
Sýningin opnar föstudaginn með góðri stemmningu og búbblum kl. 17:00 og verður opin um helgina:
• Föstudagur: frá kl. 17:00
• Laugardagur: frá kl. 13:00–17:00
• Sunnudagur: frá kl. 13:00–16:00
Verið velkomin að upplifa fjölbreytta sýn listakvennanna á samtímann, tilveruna og sköpunina í allri sinni mynd.
Við hlökkum til að sjá ykkur!
Viðburðurinn er hluti af Listasumri 2025