Til baka

TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - DIANA

TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - DIANA

Kortérs tónleikar - Diana Sus frumflytur spunaverk sitt GLIT SÁLARINNAR!
TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ byrjar haust-röðina sína með tónleikum Diönu Sus!
 
Stuttir tónleikar laugardaginn 4. október
kl. 15:00-15:15
og aftur kl. 16:00-16:15.
 
Diana Sus frumflytur hér spunaverkið GLIT SÁLARINNAR eftir sjálfa sig.

Diana lauk námi frá skapandi deild Tónlistarskólans á Akureyri vorið 2020. Þá hélt Diana brott héðan á vit annarra tónlistarævintýra, en er nú komin aftur til Akureyrar full af tónlistarkrafti. Við skyldum ekki missa af tónleikum hennar!
 
Aðgangur er ókeypis og aðgengi er gott.
Tónleikarnir henta hlustendum á hvaða aldri sem er.
Um leið má skoða sýningar listasafnsins.
Það er góður laugardagur framundan.
Öll hjartanlega velkomin.
 
Diana Sus er þverfagleg listakona frá Lettlandi, sem útskrifaðist úr skapandi deild frá Tónlistarskóla Akureyrar vorið 2020, og heldur nú áfram með tónlist og aðrar listgreinar á Akureyri. Hún er einnig þekkt fyrir indie-pop kvennabandið sitt "Sus Dungo", sem fekk verðlaun fyrir bestu frumraunaplötuna (2011). Hún lýsir tónlist sinni sem samblandi af indie, kvikmyndatónlist og frelsi, og blandar oft saman tónlist, ljóð og leiklist.
 
Spunaverkið GLIT SÁLARINNAR verður ferðalag til að fagna því einfalda og óvænta. Spuni mun opna fyrir veruna í núinu og áhorfendur munu upplifa sína eigin ferð.
 
Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Akureyrarbær og Menningarsjóður FÍH styrkja TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ. Kærar þakkir fyrir okkur!
Hvenær
laugardagur, október 4
Klukkan
15:00-15:15
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti 8-12
Verð
Ókeypis aðgangur - öll velkomin!