TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - KRISTJÁN
Kristján leikur og spinnur eigin nýja tónlist á rafgítar, langspil og fleira.
TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ 2025 hefur göngu sína á laugardaginn!
Tónleikar kl. 15:00-15:15
og aftur kl. 16:00-16:15
Kristján Edelstein, rafgítarleikarinn góðkunni og ástsæli, leikur eigin nýsmíðar og spuna úr tónum. Rafgítar, langspil og fleiri strengjahljóðfæri hefur hann með sér og fléttar handa okkur nýjan hljóðaheim inni á fjórðu hæð Listasafnsins á Akureyri.
Aðgengi að tónleikunum er afar gott og aðgangur ókeypis.Ung, aldin - og öll hin - geta komið saman að hlýða á forvitnileg og falleg hljóð. Þá er tilvalið að skoða sýningar safnsins í leiðinni.
Framundan er góður laugardagur á Listasafninu á Akureyri.
Öll eru velkomin og við hlökkum til að sjá ykkur á TÓLF TÓNA KORTÉRINU.
TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ er styrkt af Sóknaráætlun SSNE, Tónskáldasjóði RÚV/STEFs og Menningarsjóði FÍH. Við þökkum stuðninginn.