Til baka

TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - MARTEINN OG SOPHIA

TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - MARTEINN OG SOPHIA

Örtónleikar - frumflutningur harmljóðs fyrir tvær fiðlur og þrjá hluti!

Kortérstónleikar á Listasafninu á Akureyri
laugardaginn 8. nóvember
kl. 15:00-15:15
og kl. 16:00-16:15

Marteinn J. Ingvason Lazarz og Sophia Fedorovych frumflytja tónverkið LEÇON DE TÉNÈBRES - MYRKRALESTUR, harmljóð fyrir tvær fiðlur og þrjá hluti, eftir Steinunni Arnbjörgu Stefánsdóttur.

Öll þrjú búa þau og starfa á Akureyri sem músíkantar og kennarar við Tónlistarskólann á Akureyri. Tónleikarnir eru við hæfi tónlistarþyrsts og hljóðaforvitins fólks á öllum aldri, tónlistarvönu sem -óvönu. Einnig eru þeir mjög við hæfi myndlistarþyrtra gesta: aðgangur að safninu er ókeypis á meðan TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ stendur yfir.

Njótum lista á laugardegi!

TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ þakkar Sóknaráætlun Norðurlands Eystra, Menningarsjóði FÍH, Akureyrarbæ og Tónskáldasjóði RÚV/STEFs stuðninginn, sem og listasafninu fyrir frábæran stuðning og samstarf ævinlega.

Aðgangur er ókeypis - verið velkomin!

Hvenær
laugardagur, nóvember 8
Klukkan
16:00-16:15
Hvar
Kaupvangsstræti 8, Akureyri, Iceland
Verð
Ókeypis aðgangur - öll velkomin!