Til baka

TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - MICHAEL

TÓLF TÓNA KORTÉRIÐ - MICHAEL

Tvennir örtónleikar kl. 15:00-15:15 og 16:00-16:15. Michael Weaver leikur á bassaklarinett eigin hugleiðingar um lit og hljóð og tónverkið "God bless the child" eftir Eric Dolphy, spunnið út frá lagi eftir Billie Holiday.

Tvennir örtónleikar kl. 15:00-15:15 og 16:00-16:15.
Michael Weaver leikur á bassaklarinett eigin hugleiðingar um lit og hljóð og tónverkið "God bless the child" eftir Eric Dolphy, spunnið út frá lagi eftir Billie Holiday.

"Hljóð. Litur. Bassaklarinett!
Þar á meðal litir Erics Dolphy, Guð blessi barnið.
Samsetning lita í samtímanum."

Þannig lýsir Michael Weaver fyrirætlunum sínum fyrir laugardaginn 1. október, en þá mun hann á tvennum örtónleikum flytja spunakennt tónverk Erics Dolphy út frá lagi eftir Billie Holiday. Ennfremur flytur Michael tvær hugleiðingar eftir sjálfan sig um lit og hljóð.

Komið að uppgötva bassaklarinettið og bassaklarinettuleikarann! 
Listasafninu á Akureyri kl. 15-15:15 og 16-16:15.

Aðgangur ókeypis, öll velkomin, stór og smá!

Tólf Tóna Kortérið er styrkt af Menningarsjóði Akureyrar og Tónskáldasjóði RÚV/STEF.

Hvenær
laugardagur, október 1
Klukkan
15:00-16:15
Hvar
Listasafnið á Akureyri, Kaupvangsstræti, Akureyri
Verð
Ókeypis aðgangur