Til baka

Tónlistarsmiðja

Tónlistarsmiðja

Þriggja daga tónlistarsmiðja fyrir 12-16 ára.

Smiðjan er haldin í Rósenborg klukkan 17:00-19:00 dagana 19-21. júlí. Engin tónlistarreynsla nauðsynleg, einungis áhugi á tónlistarsköpun.

Aðallega verður notast við tónlistarforritið Soundtrap sem er frítt. Hægt er að nota Soundtrap í fartölvu, síma eða spjaldtölvu og er mælt með að þáttakendur mæti með slíkt tæki á smiðjuna. Einnig má taka með sér hljóðfæri eða annan búnað ef þáttakendur eiga.

Farið verður yfir taktagerð í Soundtrap, textagerð, laglínur, upptökur og að lokum munu þáttakendur semja og taka upp eigin lög í litlum hópum með hjálp kennara.

Námskeiðið er kjörið fyrir alla sem hafa áhuga á rappi, söng, hljóðfæraleik, taktagerð, textaskrifum eða hafa bara almennt áhuga á því að skapa.
Umsjón með námskeiðinu hefur Jóhannes Ágúst en hann útskrifaðist með BA gráðu í tónlist úr Linnéuniversitet í Svíþjóð með sérhæfingu í lagaskrifum og pródúseringu. Hann starfar sem pródúser og lagahöfundur í Reykjavík og hefur unnið með ýmsum íslenskum popp og hiphop listamönnum sem lagahöfundur og pródúser.

 

 


Viðburðurinn nýtur stuðnings Listasumars

 

Hvenær
19. - 21. júlí
Klukkan
17:00-19:00
Verð
Ekkert þátttökugjald - Skráning nauðsynleg
Nánari upplýsingar

Skráning: johannesagust@gmail.com

Takmarkaður fjöldi