Til baka

Torfufell í Eyjafirði

Torfufell í Eyjafirði

Ferðafélag Akureyri

Torfufell í Eyjafirði

Brottför kl. 8 á einkabílum frá FFA, Strandgötu 23.
Fararstjórn: Arnar Bragason
Torfufell er 1244 m hátt. Ekið er að Hólsgerði en bíll skilinn eftir við Torfufell, þar sem gangan endar. Gangan á fjallið hefst við fremsta bæinn, Hólsgerði. Gengið er upp brekkurnar og stefnt á flata í fjallshryggnum sunnan við Ytri-Skarðshnjúk. Þaðan er svo fjallshryggnum fylgt á fjallsbrúnina. Í efri hluta leiðarinnar eru nokkuð grófar urðir en engir klettar. Þegar upp er komið er gengið eftir sléttu fjallinu að myndarlegri landmælingavörðu á hábungunni. Torfufell ber yfir nágrannafjöllin og er víðsýnt inn yfir öræfin og í góðu skyggni sér m.a. til Snæfells, Dyngjufjalla, Kverkfjalla og Bárðarbungu. Til baka er gengið um Lambárdrag niður til Villingadals og Torfufellsánni fylgt að bænum Torfufelli. Skilja þarf eftir einhverja bíla við bæinn Torfufell.
Vegalengd alls 16 km. Gönguhækkun: 800 m.
Verð: 5.000/6.500. Innifalið: Fararstjórn.
Greitt er fyrir þessa ferð við brottför.

Hvenær
laugardagur, júlí 13
Klukkan
08:00-18:00
Hvar
Strandgata 23, Akureyri
Verð
5.000/6.500