Til baka

Toymachine

Toymachine

Toymachine með útgáfutónleika á Græna hattinum.

Toymachine gaf út sína fyrstu breiðskífu undir lok árs 2020. Platan sem ber heitið
ROYAL INBREED var í raun yfir 20 ár í vinnslu enda var bandið á leið í
hljóðver árið 2001 þegar það hætti skyndilega störfum. En nú öllum
þessum árum síðar hefur draumurinn orðið að veruleika og verður
útgáfunni nú fagnað og frumburðinn fluttur í heild sinni.
Toymachine sem stofnuð var á Akureyri síðla árs 1996 skipa þeir Jens Ólafsson
(söngur), Baldvin Z (tommur), Atli Hergeirsson (bassi) og Kristján
Örnólfsson (gítar).
Akureyrarhljómsveitin Lost hitar upp fyrir Toymachine.

Hvenær
föstudagur, október 15
Klukkan
21:00
Hvar
Græni hatturinn, Hafnarstræti, Akureyri
Verð
4000