Til baka

Trilludagar - Fjölskylduhátíð á Siglufirði

Trilludagar - Fjölskylduhátíð á Siglufirði

Fjölskylduhátíð á Siglufirði

Á Trilludögum finna allir eitthvað við sitt hæfi. Gestum verður boðið á sjóstöng og í útsýnissiglingu út á fjörðinn fagra. Kiwanismenn standa grillvaktina þar sem öllum verður boðið að smakka dýrindis fisk beint úr hafi. Skemmtileg afþreying verður fyrir börnin þegar Húlladúllan mætir á svið og auðvitað verður hoppukastalinn á svæðinu. Tónlistin mun svo óma af Trillusviði yfir daginn sem endar á Bryggjuballi um kvöldið fyrir alla fjölskylduna.

Hvenær
laugardagur, júlí 27
Hvar
Siglufjörður
Nánari upplýsingar

Facebook: Trilludagar