Trjáganga um Akureyri - Skógræktarfélag Eyfirðinga
Trjáganga um Akureyri að skoða merk tré, ketilkaffi og djús í lokin.
Skógræktarfélag Eyfirðinga býður upp á Trjágöngu um Akureyri fimmtudaginn 11. júlí kl. 19. Gangan hefst og endar á Ráðhústorgi og felur í sér að rölta rólega um fallega bæinn okkar og skoða græn svæði og merk tré. Gangan ætti að taka um 60-90 mínútur og öll eru velkomin!
Ingi framkvæmdastjóri Skógræktarfélagsins mun setja viðburðinn með stuttu opnunarávarpi, þá mun Jón Birgir, verkefnastjóri umhverfismála hjá Akureyrarbæ segja nokkur orð áður en Bergsveinn, starfsmaður Skógræktarfélagsins leiðir okkur af stað í trjágönguna.
Að göngu lokinni mun Skógræktarfélagið bjóða upp á brakandi heitt ketilkaffi og djús og þátttakendur geta notið og spjallað.