Til baka

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - Tunglið og ég

Sumartónleikar í Akureyrarkirkju - Tunglið og ég

Ein elsta tónleikaröð landsins

Tónskáldið Michel Legrand (1932-2019) hefði orðið 90 ára núna í febrúar. Í því tilefni ætla Heiða Árnadóttir söngkona og Gunnar Gunnarsson píanóleikari að flytja lög eftir hann.

Michel er helst þekktur fyrir að hafa samið söngleiki og tónlist fyrir kvikmyndir. Lögin verða flutt á íslensku og eru textarnir samdir af þeim Árna Ísakssyni og Braga Valdimar Skúlasyni. Á efnisskránni eru meðal annars eftirtalin lög flutt á íslensku: "What are you doing the rest of your life" úr kvikmyndinni "The Happy ending", "You must believe in spring" úr myndinni "The Young Girls of Rochefort"(1967), "Windmills of your mind" úr myndinni "The Thomas Crown affair"(1968), "The summer knows" úr myndinni "Summer of '42"(1971) og "I will wait for you" úr söngleiknum "The Umbrellas of Cherbourg" (1965).


Sumartónleikar í Akureyrarkirkju eru styrktir af Menningarsjóði Akureyrar, Sóknarnefnd Akureyrarkirkju, Tónlistarsjóði, Héraðssjóði og Listasumri.

Hvenær
sunnudagur, júlí 3
Klukkan
17:00-18:00
Hvar
Akureyrarkirkja, við Eyrarlandsveg, Akureyri
Verð
Enginn aðgangseyrir en frjáls framlög
Nánari upplýsingar

Nánar um Akureyrarkirkju HÉR