Til baka

Two Rooms and a Boom

Two Rooms and a Boom

Spilamánuður - blekkingaleikur fyrir allt að 30 manns

Nóvember er spilamánuður.

Two Rooms and a Boom er blekkingarleikur fyrir allt að 30 manns. Sævar Þór Halldórsson stýrir spilinu.

Í leiknum eru tvö lið, bláa liðið og rauða liðið.

Bláa liðið hefur forseta, rauða liðið hefur sprengjumann.

Leikmönnum er skipt jafnt á milli liða og hefur hvert lið sitt rými. Leikurinn samanstendur af fimm umferðum og í lok hverrar umferðar eru nokkrir leikmenn fluttir á milli herbergja. Ef sprengjumaðurinn og forsetinn eru staddir í sama rými í lok leiksins hefur rauða liðið unnið, ef ekki þá stendur bláa liðið uppi sem sigurvegari.

Leikmenn eru hvattir til þess að ljúga eins og enginn sé morgundagurinn.

 

Fleiri spilaviðburði má sjá í viðburðadagatali Amtsbókasafnis og á halloakureyri.is
#halloakureyri #spilamanudur

Hvenær
þriðjudagur, nóvember 15
Klukkan
20:00-21:00
Hvar
Amtsbókasafnið á Akureyri, Brekkugata, Akureyri