Til baka

ULTRA-Landvættur

ULTRA-Landvættur

Landvætturin kynnir - nýr atburður frá og með 2022.
Landvætturin kynnir - nýr atburður frá og með 2022.
30.apríl 2022 fer í fyrsta sinn fram ULTRA-Landvættur.
Hann fer fram á Akureyri en þar eru allar Landvættavegalengdirnar framkvæmdar í einni hressandi yfirferð, quadrathlon.
Byrjað er að synda 2,5km svo er hjólað 60km um Eyjafjörðinn og endað í Hlíðarfjalli þar sem 50 km skíðaganga bíður og endað svo á 32,7km hlaupi með endamark í miðbæ Akureyrar.
Uppselt er í viðburðinn 2022, en aðeins eitt sæti var í boði ( Þóroddur Ingvarsson)
og var skráningargjald 100.000,-kr og er viðburðurinn 2022 haldinn til styrktar Klöru sem er að jafna sig eftir hræðilegt slys sem varð á Akureyri í sumar.
Það verða fleiri pláss í boði 2023 svo þá er bara að strengja áramótaheit fyrir 2022 að æfa fyrir ULTRA - Landvættin 2023!
Hvenær
laugardagur, apríl 30
Hvar
Akureyri